Velkomin á
Hótel Hjarðarból

Ölfus, Ísland
30 Herbergi
Morgunverður

Upplifðu hina sönnu íslensku gestrisni á fjölskyldureknu hóteli í Ölfusi.

Hótel Hjarðarból er hið fullkomna heimili að heiman sem býður upp á sannkallaða kyrrðarstund í notalegu herbergi.

Hótelið er frábærlega staðsett á milli Hveragerðis og Selfoss á uppgerðum sveitabæ, fullkomið fyrir þá sem vilja slaka á og eiga gæðastundir í sveitinni en vera á sama tíma ekki of langt í burtu frá veitingastöðum og verslunum. Að auki er stutt til allra helstu ferðamannastaða á Suðvesturlandi.

Hótel Hjarðarból er lítið fjölskyldurekið hótel, hefur verið í eigu og rekið af Helgu og fjölskyldu hennar frá upphafi. Hótelið býður upp á 30 rúmgóð og hugguleg tveggja til átta manna herbergi með sér- eða sameiginlegu baðherbergi. Herbergi sem henta öllum tegundum ferðalanga.

Að auki fá allir gestir aðgang að stórum palli og dásamlegum garði með útihúsgögnum, notalegri setustofu og tveimur heitum pottum. Fátt er eins notalegt og að slaka á í heitum potti eftir frábæran ferðadag.

Aðbúnaður

Tegund herbergja

Tveggja til átta manna herbergi með sér- eða sameiginlegu baðherbergi

Morgunmatur

Hægt að bóka glæsilegt morgunverðarhlaðborð.

Heitir pottar

Allir gestir fá frían aðgang að tveimur heitum pottum.

Frítt WiFi

Allir gestir fá aðgang að fríu Wifi

Sérinngangur

Sérinngangur að flestum herbergjum.

Hundar

Ekki samþykkt

Allt

Sérbaðherbergi

Bað eða sturta
Handklæði
Hárblásari
Klósettpappír

Sameiginlegbaðherbergi

Bað eða sturta
Handklæði
Klósettpappír

Herbergin: ​

Allt gistirýmið staðsett á jarðhæð
Allt gistirýmið aðgengilegt hjólastólum
Heitur pottur
Rúmföt
Handspritt
Kynding
Teppalagt gólf
Setusvæði
Útihúsgögn
Borðsvæði utandyra
Innstunga við rúmið
Fataslá
Sérloftkæling fyrir gistirýmið

Inn & Útritun

Innritun
Innritun er á milli kl. 14:00 og 22:00. Vinsamlegast hafðu samband ef óskað er eftir innritun eftir kl. 22:00.

Útritun
Útritun er fyrir kl. 11:00. Hægt er að óska eftir því að seinka brottför með því að hafa samband við móttöku fyrir kl. 10.00 á brottfarardegi.

Afbókunarskilmálar

Standard rate: 
Hægt að afpanta sjö dögum fyrir komu. Greitt er heildarverð bókunarinnar ef afpantað er innan við sjö daga fyrir komu eða ekki mætt.

Non-refundable
Ef bókun er afpöntuð, breytt eða ef gestur mætir ekki (no show) er heildarkostnaður bókunarinnar gjaldfærður.

Umsagnir

Very nice place!
Was here twice. Once with friends and it was cool relax and chill. And once with my wife, it was romantic and cozy relax.
Breakfast is very cool and tasty.
Staff is very kind and polite. Hot tubes are 🔥cool. Totally recommending!

Kirill Bondarenko

Staðsetning & Nálæg afþreying

Hotel Hjarðarból tilvalinn gististaður fyrir alla ferðalanga sem langar að kanna Suðvesturlandið. Hótelið er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss þar sem finna má fjölbreytta afþreyingu, veitingastaði og verslanir.

Hér fyrir neðan höfum við listað upp nokkrar af okkar uppáhalds afþreyingum í næsta nágrenni.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá frekari ráðgjöf varðandi svæðið. Okkar markmið er að aðstoða gesti við að gera dvölina á svæðinu sem ánægjulegasta.

Veitingastaðir

Þú finnur fjölbreytta veitingastaði í nálægum bæjum, Hveragerði og Selfoss, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Okkar uppáhalds eru eftirfarandi:

  • Ingólfsskáli Viking Restaurant
  • Ölverk Pizza & Brevery
  • Skyrgerðin Restaurant
  • Tryggvaskáli
  • Kaffi Krús
Hestaleiga

Langar þig að fara á hestbak?

Í aðeins um 1,5 km fjarlægð frá Hótel Hjarðabóli finnur þú einstaka hestaleiga sem býður upp á fjölbreyttar hestaferðir

Gönguferðir

Umhverfið í kringum Hótel Hjarðarból er frábær leikvöllur fyrir alla göngugarpa.

Í boði eru fjölbreyttar gönguleiðir. Ein vinsælasta gönguleiðin er í Reykjadal en sú leið liggur um virkt jarðhitasvæði að heitum læk á Hengilsvæðinu þar sem hægt er að fara ofan í og slaka á litríku umhverfi.

Að auki erum við aðeins í um 40 mín akstri frá gönguleiðinni að Geldingadalsgosinu. Upplifun sem engin má missa af.

Sundlaugar

Hvað er skemmtilegra á góðum sumardegi eða köldum vetrardegi en að skella sér í sund.

Að auki við okkar frábæru heitu potta finnur þú nokkrar sundlaugar í næsta nágrenni.

  • Sundlaugin Laugaskarði – um 8 km
  • Sundhöll Selfossar – um 6.5 km
  • Sundlaug Þorlákshafnar – um 27.3 km
Golfvellir

Nokkrir frábærir golfvellir í næsta nágrenni..

Golfvöllurinn í Hveragerði er einn skemmtilegasti og vinsælasti golfvöllur landsins enda skartar hann stórbrotnu landslagi og náttúrfyrirbærum sem gera hann einstakan.

Golfvöllurinn á Selfossi er níu holu völlur staðsettur við bakka Ölfusá. Landslag vallarins er fjölbreytt þar sem finna má fjölbreyttar áskoranir í formi hóla, tjarna og skurða. Hér er krafist meiri nákvæmni en krafts.

UA-113945094-1